Um síðuna

vedis copy 2Hjatru.is er menninga- og fræðsluvefur um íslenska hjátrú í nútímasamfélagi.

Höfundur og ritstjóri vefsins er Védís Kjartansdóttir og er hann hluti af meistaraverkefni hennar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Markmið vefsins er að varpa ljósi á og endurspegla íslenskar hjátrúarhefðir dagsins í dag.

Hefðirnar hafa verið flokkaðar í fimm flokka til að hafa efnið sem aðgengilegast. Mikil heimildarvinna er á bakvið hverja hefð en með tíð og tíma er ætlunin að vefurinn verði eins konar uppflettiorðabók fyrir hjátrúarhefðir Íslendinga í dag.

Vefurinn er ætlaður sem fróðleiks- og afþreyingavefur og eru upplýsingar á honum ekki tæmandi.

Ef þig langar til að lesa meira um hjátrú mælum við með að kíkja á Vísindavefinn eða á Stóru hjátrúarbókina eftir Símon Jón Jóhannsson.

Ef þú hefur áhuga á að senda inn þína sögu og hefðir til að birta á vefnum er þér velkomið að ýta hér :)