Tölur

Talan 13

photo

Svo virðist sem talan 13 veki upp óhug og hræðslu hjá fólki víða um veröld.

T.d. mætti finna mörg dæmi úti í heimi þar sem 13. hæðinni er hreinlega sleppt. Hjátrúin varð einnig til þess að í Höfðatorgi er engin hæð númer 13. Einungis eru hæðir 12 og síðan 14, sem er tæknilega 13 hæð.  Að sama skapi er sætaröð 13 oft sleppt í flugvélum þótt vissulega sé þrettánda sætaröðin til staðar, bara undir öðru nafni.

Ef svo ber við að 13. dagur mánaðar lendi á föstudegi tvöfaldast áhrifin og eru margir sem forðast ferðalög á þeim degi, jafnvel halda sig heima til öryggis.

Hræðsla við töluna 13 kallast triskaidekafobia og hefur ýmsar skýringar. Sumar eru trúarlegs eðlis og koma úr kristni. T.d. sátu 13 við borðið á síðustu kvöldmáltíðinni.

Talan 12 var einnig talin vera eins konar fullkomnun áður fyrr, rétt eins og talan 10 í okkar samfélagi í dag. Lærisveinar Jesú voru 12, 12 mánuðir eru í einu ári og eru stjörnumerkin 12. 13 er þá óheillatala þar sem hún kemur á eftir 12 og brýtur þessa fullkomnun.

Einnig hafa nokkrir fjöldamorðingjar verið með 13 stafi í nafni sínu eins og t.d. Jack the Ripper. Að sama skapi hét geimfarið sem átti að fara til tungsins árið 1970 en varð að snúa við vegna sprengingar í vélarbúnaði Appollo 13 og þannig mætti lengi telja.

Í sumum samfélögum er talan 13 hinsvegar til happs og talin boða gæfu og gengi og eru mörg dæmi um það í íslensku samfélagi. T.d. erum við með 13 jólasveina sem koma til byggða 13 dögum fyrir jól og við höldum 13. dag jóla hátíðlegan.

Ljósmynd hjatru.is

You Might Also Like