Browsing Tag

Sviðsmynd

  Leikhús

  Blístur er bannað

  photo-1416615267350-a82c5a347dbf

  Allt til dagsins í dag er það talið vera ógæfusamt að blístra inni í leikhúsi á meðan sýningu stendur. Þessi hjátrú er tekin misalvarlega á meðal leikara og leikhúsfólks á Íslandi, en þó eru nokkrir sem láta það samt eiga sig að blístra á sviðinu. Svona til öryggis.

  Þessa hjátrú má rekja til sviðs- og tæknimanna fyrir tíma talstöðva eða kallkerfis. Þá notuðu þeir nákvæmt hljóðmerkjakerfi eða flaut sín á milli. T.d. gat flaut þýtt skiptingu sviðsmynda sem gátu oft verið stórar og fyrirferðamiklar.

  Þar af leiðandi ef leikari, eða einhver annar, flautaði óvart í sýningu gat það leitt til þess að einhver meiddist eða jafnvel dæi sökum ótímabærrar færslu sviðsmyndar.

   

  Ljósmynd Anna Sastre