Browsing Tag

sjómenn

  Flokkar Sjómenn

  Hjátrú sjómanna

  IA9FRFMN3Z

  Mikið er um hjátrú í tengslum við sjómennsku enda gat sjómennskan verið lífshættulegt ævistarf hér áður fyrr, búnaður lélegur og skilyrði oft erfið. Þá var haldið mjög fast í hefðir og farið eftir ákveðnum hegðunarmynstrum til að reyna að tryggja það að sjómennirnir ættu afturkvæmt.

  Mikið af hjátrúnni er tengd draumum, bátunum, afla og veðurfari enda gátu þessi fyrirbæri oft skilið á milli lífs og dauða sjómanna á þessum tíma. T.d. ef báturinn var í ólagi jafngilti það dauða fyrir þá sem voru um borð enda engir farsímar eða GPS-tæki til á þessum tíma til að senda út neyðarkall. Einnig skipti veðurfarið miklu máli en ekki mátti miklu út af bregða þar sem fiskiskipin voru í þá daga litlir, opnir árabátar úr timbri sem þoldu ekki mikið hnjask.

  Vissulega eru margar þessara hefða ekki lengur til staðar í dag en þó eru nokkrar leifar af þeim eftir.

  Ljósmynd Skitter Photo

 • OT37RD9KJN
  Sjómenn

  Biblía um borð

  Áður fyrr þótti það nauðsynlegt að vera með Biblíu um borð í bátunum og varla hægt að fara í túra án þess að bókin góða væri komin á sinn stað, hvort sem það var…