Browsing Tag

signing

  Íþróttir

  Signing

  blue-basketball-american-basket

  Mjög algengt er að sjá íþróttafólk signa sig á leikvangi fyrir fótboltakeppni eða mikilvægt hástökk á Ólympíuleikunum. Einnig ef fólk ber kross utan um hálsinn er festin oft kysst fyrir átökin sem fylgir stundum með lítilli signingu.

  Slíka hefð má flokka undir hjátrú en á rætur sínar að rekja til kristinnar trúar og er eflaust á mörkum þess að flokkast alfarið sem kristin trú frekar en hjátrú.

  Það má þó liggja á milli hluta og í þessu samhengi er hefðin tekin til greina sem hjátrú.

  Kross í kristinni trú er tákn fyrir krossfestingu Jesú Krists en hefur einnig í gegnum tíðina verið einskonar verndartákn.

  Þá virðist gjörðin að signa sig, eða gera krossmark með annari hönd yfir annan mann eða hlut, eiga að blessa eða vernda það eða þann sem fær yfir sig krossmarkið og færa honum gæfu.

  Það eru til mörg dæmi um aðstæður sem slík signing eða krossmerki er gert, fyrir utan þær tengdri kirkjunni. T.d. á fótboltaleik fyrir keppni eins og áður kom fram, sumir farþegar gera krossmark yfir flugvélar áður en þær fara á loft, enn aðrir gera krossmark yfir börnin sín áður en þau fara að sofa og þannig mætti lengi telja.

  Ljósmynd Skitterphoto