Browsing Tag

Leikhús

  Flokkar Leikhús

  Hjátrú í leikhúsum

  70L5UYL0FO

  Hjátrú í leikhúsum er nokkuð algeng í dag þó svo að íslenskt sviðslistafólk taki slíkum hefðum misalvarlega. Þó eru samt nokkur fyrirbæri sem virðast ennþá vera við lýði, hvort sem það er til að sporna gegn lélegri frammistöðu á sýningu eða hreinlega til gamans og létta á streitunni rétt fyrir frumsýningu.

  Hjátrú í leikhúsum hefur lengi verið til, enda mikil eftirvænting og óvissa sem fylgir þessari starfstétt. Því er mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir sýningu og setja sig í réttar stellingar, svipað og íþróttamenn fyrir keppni.

  Sumar hefðir eru þó einfaldlega nauðsynlegar til að skila betri frammistöðu og myndu ekki flokkast sem hjátrú; t.d. þurfa leikarar og söngvarar að hita upp röddina áður en farið er á svið til að skaða ekki raddböndin. Sama má segja um dansara, sem þurfa að hita upp og undirbúa vöðvana fyrir átök svo að þeir meiðist ekki í miðri sýningu.

  Slíkur undirbúningur er nauðsynlegur líkt og nauðsynlegt er að læra margföldunartöfluna áður en farið er í stærðfræðipróf. Ef það stjórnar hins vegar frammistöðu þinni hvort þú sért með lukkupennann þinn í prófinu eða annan blýant erum við komin yfir í hjátrúna.

  Línan á milli upphitunar og hjátrúar getur þó oft verið óljós og jafnvel eru hjátrúarhefðirnar oft blanda af báðu.

 • 5636579214_e37a8fd2d7_b
  Leikhús

  Ekki hneigja

  Einhvers konar hefð hefur myndast hér á landi, að hneiging er ekki æfð eða framkvæmd fyrr en á frumsýningardag. Iðulega er salurinn fullur af fólki á síðustu rennslum og generalprufu fyrir frumsýningu. Samt sem…

 • 4049587114_10344a6c66_b
  Leikhús

  Macbeth

  Harðbannað er að segja „Macbeth“ innan veggja leikhússins og oft er talað um „skoska leikritið“ í staðinn. Talið er að bölvun hvíli á verkinu en skuggalega mörg slys og óhöpp hafa átt sér stað…

 • thumbsup
  Leikhús

  Gangi þér vel!

  Það er talið boða mikla ógæfu að óska einhverjum góðs gengis fyrir sýningu og sjaldan heyrast orðin „gangi þér vel“ nálægt sviði. Þá er líklegt að eitthvað muni fara úrskeiðis á sýningunni láti einhver…

 • 2014-08-24 14.50.48
  Leikhús

  Generalprufan

    Mjög algengt er að trúa því að ef vel gengur á síðasta rennsli fyrir frumsýningu, generalprufunni, muni ganga illa á sjálfri frumsýningunni. Og er það ávallt talið gott merki ef illa gengur á…

 • photo-1416615267350-a82c5a347dbf
  Leikhús

  Blístur er bannað

  Allt til dagsins í dag er það talið vera ógæfusamt að blístra inni í leikhúsi á meðan sýningu stendur. Þessi hjátrú er tekin misalvarlega á meðal leikara og leikhúsfólks á Íslandi, en þó eru…