Browsing Tag

hvítur

  Hversdagurinn

  Svartur köttur

  kisa

  Eins og margir þekkja þá boðar það ógæfu ef svartur köttur hleypur í veg fyrir þig og er þessi hjátrú enn við lýði í Evrópu og Bandaríkjunum.

  Símon Jón Jóhannsson, þjóðfræðingur, hefur gert þessari hefð góð skil. Hann lýsir hjátrúnni sem ákveðnu ferli, þ.e. fólk er alltaf að fara eftir einhverjum farvegi eða ákveðna leið, sama í hvaða samhengi það er. Það er þá þegar eitthvað rýfur þennan farveg, t.d. ef svartur köttur hleypur í veg fyrir þig, sem voðinn er vís.

  Ráð Símonar til að afstýra óláninu er að hrækja í áttina til kattarins og setja fingurna í kross.

  Einnig væri hægt að rökstyðja hjátrúna með þeim formerkjum að það að köttur hlaupi í veg fyrir þig gæti raunverulega skapað hættu. T.d. hef kötturinn hleypur í veg fyrir bíl á ferð. Þá skapast ákveðin hætta þar sem bílstjórinn gæti þurft að nauðhemla til keyra ekki yfir dýrið.

  Reglan með svarta lit kattarins er líklegast vegna þessa að svartur hefur í gegnum tíðina verið tengdur við dauðann, sérstaklega í kristinni trú, og er andstæðan við hvíta litinn sem táknar oft hreinleika eða hið jákvæða.

  En þrátt fyrir að svartir kettir beri með sér þennan ógæfustimpil virðast þeir þó sumstaðar boða gæfu. Í sjómennskunni t.d. þótti það boða gott ef köttur var um borð í skipinu. Kettirnir áttu það til að éta öll nagdýrin sem um borð voru en þau gátu auðveldlega eyðilegt reipi og annan mikilvægan búnað á skipinu. Og ef skip hér áður fyrr voru ekki með búnaðinn í heilu lagi gat það jafngilt dauðadómi skipverja í váglegum aðstæðum.

  Ljósmynd Kasia Serbin