Browsing Tag

Gangi þér vel

  Leikhús

  Gangi þér vel!

  thumbsup

  Það er talið boða mikla ógæfu að óska einhverjum góðs gengis fyrir sýningu og sjaldan heyrast orðin „gangi þér vel“ nálægt sviði. Þá er líklegt að eitthvað muni fara úrskeiðis á sýningunni láti einhver út úr sér orðin þrjú.

  Mun algengara er að heyra „tu, tu“, „toj, toj“ eða jafnvel „poj, poj“ fyrir sýningar.

  Þessi hefð er útbreidd um allan heim þrátt fyrir að uppruni hennar sé óljós. Þá eru notaðir mismunandi frasar eftir löndum. T.d. tíðkast það að segja „merde!“ í Frakklandi fyrir sýningar sem þýðir einfaldlega skítur þó svo að það sé sagt í meiningunni „gangi þér vel“. Einnig hefur borist hingað til lands hefðin að segja „break a leg“ eða „brjóttu á þér fótinn“ í beinni þýðingu. Þessi frasi kemur frá Englandi en þar úir og grúir af hjátrú í leikhúsum og slíkar hefðir litnar mun alvarlegri augum en hér á Íslandi.

  Ljósmynd Piotr Łohunko