Browsing Tag

blessun

  Hversdagurinn

  Guð hjálpi þér

  photo-1434077471918-4ea96e6e45d5

  Lengi hefur sú hefð fylgt Íslendingum að segja „Guð hjálpi þér“ eða „Guð blessi þig“ eftir að einhver hnerrar. Uppruna þessarar hefðar má fyrst rekja aftur til 6. aldar þegar plágan mikla dundi yfir á Miðjarðarhafinu. Talið er að hefðin hafi síðan borist til Íslands um svipað leyti og Svartidauði eða í byrjun 15. aldar.

  Fyrsta einkenni Svartadauða (einnig plágunnar á 6. öld) gat oft á tíðum byrjað með einföldum hnerra og þá hrukku við þeir sem í kring voru og fóru með frasann til að blessa þann aumingja mann sem mögulega gæti orðið plágunni að bráð.

  Hefðina má finna víða um Evrópu en til að mynda í Þýskalandi tíðkast að segja „gesundheit“ sem þýðir einfaldlega „heilsa“.

  En þrátt fyrir að þessi hefð sé enn töluvert útbreidd í dag er þó meining hennar önnur en var og segja menn þetta frekar fyrir kurteisissakir. Þá eru menn ekki að stressa sig mikið yfir því þótt nágranninn hnerri því oftast endar sá hnerri ekki ver heldur en með smá kvefi.

  Ljósmynd Aaron Burden