Browsing Tag

Biblía

  Sjómenn

  Biblía um borð

  OT37RD9KJN

  Áður fyrr þótti það nauðsynlegt að vera með Biblíu um borð í bátunum og varla hægt að fara í túra án þess að bókin góða væri komin á sinn stað, hvort sem það var í káetum sjómanna eða almenningsrými bátsins.

  Biblían kemur úr kristinni trú og er hin heilaga ritning, eins og flestir kannast við. Hún útskýrir m.a. alls kyns óvissu í lífi okkar mannanna, eins og t.d. upphaf alheimsins. Þar sem Biblían er tenging kristinna manna við æðra máttarvaldið, Guð, var hún talin vera einhvers konar verndartákn gegn erfiðum aðstæðum sem sjómenn þurftu oft að kljást við.

  Segja mætti að Biblían hafi einnig verið táknmynd fyrir sjálfsbjargarviðleitni sjómannanna, eins og þegar náttúruöflin tóku yfir og mennirnir um borð þannig ekki með stjórn yfir neinu.

  Þá gat verið mikilvægara að trúa á æðra máttarvald heldur en náttúruöflin, til að sigrast á óttanum og hreinlega komast af.

  Ljósmynd Patrick Fore