Browsing Tag

13

  Tölur

  Föstudagurinn þrettándi

  flowers-desk-office-vintage

  Föstudagurinn 13. er ein útbreiddasta hjátrú í heiminum en þessi dagur kemur 1-3 sinnum fyrir á ári. Fólk sumstaðar verður svo skelkað að það mætir jafnvel ekki til vinnu þegar þennan dag ber að garði.

  Sumir telja þetta vera heilladag, til að sporna gegn hjátrúnni eða sem einhvers konar andsvar við henni, en þessi dagur er einnig vinsæll sem afþreying en þó nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar undir nafninu Friday the 13th sem var nefnd eftir þessum degi og naut gífurlega vinsælda í Evrópu og í Bandaríkjunum.

  Þessi hjátrú er blanda af tveimur; tölunni þrettán og föstudegi en eins og með töluna 13 eru ýmiss konar skýringar sem má rekja til þessarar tilteknu hjátrúar.

  T.d. á Kristur að hafa verið krossfestur á föstudegi, og bæði í Bretlandi og Róm til forna voru föstudagar notaðir sem aftökudagar. Ekki er þó vitað með vissu hvers vegna eða hvenær menn fóru að tengja saman þessi tvö fyrirbæri, föstudag og töluna 13, en eitt er þó víst að þessi hjátrúarhefð lifir góðu lífi víða um heim hvort sem dagurinn er talinn vera jákvæður eða neikvæður.

  Ef þú vilt lesa meira um föstudaginn þrettánda geturðu smellt hér.

  Ljósmynd Kaboompics

 • photo
  Tölur

  Talan 13

  Svo virðist sem talan 13 veki upp óhug og hræðslu hjá fólki víða um veröld. T.d. mætti finna mörg dæmi úti í heimi þar sem 13. hæðinni er hreinlega sleppt. Hjátrúin varð einnig til…