Leikhús

Macbeth

4049587114_10344a6c66_b

Harðbannað er að segja „Macbeth“ innan veggja leikhússins og oft er talað um „skoska leikritið“ í staðinn. Talið er að bölvun hvíli á verkinu en skuggalega mörg slys og óhöpp hafa átt sér stað í mismunandi uppfærslum á Macbeth í gegnum tíðina.

Upphaf þessarar bölvunar má rekja til fyrstu uppfærslu á Macbeth árið 1606 í Englandi þegar einn aðalleikarinn dó á sjálfan frumsýningardaginn en síðan þá hefur hvert óhappið átt sér stað á fætur öðru tengt uppfærslunni – og að sjálfsögðu bölvuninni kennt um.

Nokkrar kenningar eru til um hvaðan bölvunin kemur og hvers vegna hjátrúin er svona sterk. Sumir halda því fram að þetta hafi verið markaðsbrella til að trekkja fólk að í leikhúsið á sínum tíma, aðrir segja þetta röð tilviljana og enn aðrir halda því fram að Shakespeare hafi notað alvöru nornaþulur í verkinu og þess vegna hvíli bölvunin á því. Hver sem ástæðan er og var heldur hjátrúin um Macbeth áfram að lifa í okkar samfélagi hvort sem bölvunin er að verki eða ekki.

Ljósmynd Pamla J. Eisenberg – Copyright

You Might Also Like