Flokkar Tölur

Hjátrú og tölur

07CC9BA522

Í íslenskri hjátrú má finna nokkrar tölur sem virðast dúkka oft upp í hinum ýmsu aðstæðum. Helstu hjátrúartölurnar eru 3, 7, 9 og 13.

Þá gætu þær birst bæði sem gæfu eða ógæfumerki en einnig má finna þær í t.d. málsháttum en flestir kannast eflaust við máltækið „allt er þegar þrennt er“.

Tala þrír virðist vera einstaklega sterk þegar kemur að hjátrú og á sér rætur sem teygja anga sína í mismunandi áttir. Talan á sér ýmsar skýringar sem ekki verða allar raktar hér en oft er hún tengd við trúarbrögð þar sem hin heilaga þrenning birtist oft sbr. Faðirinn, sonurinn og heilagur andi í kristinni trú eða Brahma, Vishnu og Shiva í hindúisma.

Oft eru talnahefðar samansettar með öðrum hefðum eins og t.d. föstudagurinn þrettándi, eða þegar einhver bankar í við og fer með þuluna 7-9-13.

Ljósmynd Leeroy

You Might Also Like