Leikhús

Generalprufan

2014-08-24 14.50.48

 

Mjög algengt er að trúa því að ef vel gengur á síðasta rennsli fyrir frumsýningu, generalprufunni, muni ganga illa á sjálfri frumsýningunni.

Og er það ávallt talið gott merki ef illa gengur á generalprufunni.

Ekki er vitað með vissu hvert má rekja þessa hjátrú. Hins vegar er vert að benda á sálfræðilegu hlið þessarar hefðar sem er einfaldlega sú að ef vel gengur á generalprufunni gæti einstaklingurinn fyllst of miklu sjálfstrausti. Þar af leiðandi slakar hann of mikið á fyrir frumsýninguna og skilar ekki jafngóðri frammistöðu en ella. Stress og adrenalín getur oft nýst vel og skerpt á fókus – þó að allt sé gott í hófi, að sjálfsögðu.

Ljósmynd hjatru.is

You Might Also Like