Leikhús

Ekki hneigja

5636579214_e37a8fd2d7_b

Einhvers konar hefð hefur myndast hér á landi, að hneiging er ekki æfð eða framkvæmd fyrr en á frumsýningardag. Iðulega er salurinn fullur af fólki á síðustu rennslum og generalprufu fyrir frumsýningu. Samt sem áður tíðkast það að leikarar hneigi sig ekki fyrr en á frumsýningunni sjálfri. T.d. er farið eftir þessari hefð nánast undantekningalaust í Þjóðleikhúsinu í dag.

Þó eru örfá afvik eins og á generalprufu Edith Piaf árið 2004 þegar áhorfendur ætluðu ekki að linna fagnaðarlátunum fyrr en leikarar voru kallaðir inn á svið og hneigðu sig.

Hvaðan þessi hefð kemur er óljóst. Hins vegar mætti spyrja sig hvort eftirfarandi atburðir séu hluti af hjátrúnni eða einfaldlega tilviljun.

Eins og áður kom fram brutu aðstandendur sýningarinnar Edith Piaf hjátrúarhefðina þegar leikarar hneigðu sig fyrir sýningargestum, fyrir frumsýningu.

Ekki bar meira til tíðinda næstu daga en þann 16. október 2004 gerðist það í miðri sýningu að Sólveig Arnarsdóttir, leikkona, fékk raflost útfrá ljósaseríu og þurfti að fara á sjúkarhús í kjölfarið.

Skömmu fyrir það atvik hafði einnig komið upp eldur í Þjóðleikhúsinu á meðan sýningu stóð og fór brunavarnarkerfið í gang. Þá þurfti að tæma Þjóðleikhúsið á meðan, en sagan segir að Brynhildur Guðjónsdóttir, sem lék Edith Piaf, hafi skemmt gestum úti á tröppunum á meðan slökkt var á eldinum.

Hvort hjátrúarbölvunin hafi verið þarna á ferð eða röð tilviljana má liggja milli hluta.

Ljósmynd Jeffrey Beall – Copyright

You Might Also Like